Stóri bróðir Fourside™ könnunar.
Líkt og Fourside™ kannan er Wildside™ kannan ferköntuð. Hún er hinsvegar með 4 tommu vængja hníf sem er aðeins stærri hnífur. Það sem gerir Wildside™ könnuna hinsvegar betri er bæði kanturinn beint fyrir aftan haldfangið og meira rúmmál. Kanturinn við handfangið gerir það að verkum að hvirfyllinn eða sogið sem Blendtec könnurnar mynda hliðrast þannig að miðja sogsins er beint yfir skurðarleið hnífsins, þannig að blöndunin er bæði hraðari og betri.

Sterk og þægileg hönnun
Mikil áhersla er lögð á öryggi og styrk í könnunum. Efnið sem könnur blendtec eru búnar til úr er Co-Polyester plast. Efnið er BPA frjálst, og fyrir þá sem ekki vita þá leggja BPA efni áhættu á líkamlegum skaða og að sögn margra aukar líkur á krabbameini. Blendtec kærir sig um heilsu og sér þess vegna til þessa að ekkert geti haft skaðleg áhrif á þig.
Kannan er 7 x 7 x 9.5 tommur á stærð og getur tekur tæpa 3 lítra af hráefni. Kannan er hönnuð þannig að hægt er að stafla mörgum könnum þegar þær eru ekki í notkun, og því auðveldar það pláss sem þær taka. Það er vert að minnast á að vegna lögunar könnunar er hægt að hella úr könnunni á báðum hliðum og beint áfram, þ.e. á þrjá vegu. Á hlið könnunar eru auðskiljanlegar rúmmáls merkingar til að gera matargerðina einfalda.
Með öllum Wildside™ könnum kemur gúmmí lok með opnanlegu plastloki ef bæta þarf í blönduna á meðan hún er að eiga sér stað.
Wildside™ kannan passar á alla Blendtec blandara. Hún er fullkomin fyrir stærri blöndur eða þar sem matreiða þarf fyrir marga.
Sérkenndu könnur þínar
Blendtec bíður upp á að panta könnur í mismunandi litum með sérstæðar merkingar. Ef þig vantar t.d. könnu sérmerkta fyrir viðskiptavini með hnetuofnæmi geturðu merkt könnuna eða haft hana í öðrum lit svo að þú getir notað könnu sem er aðeins fyrir þannig aðstæður. Könnurnar eru til í rauðum eða brúnum lit. Merkingarnar eru hannaðar af þér og eftir þínum þörfum.
Verð nú aðeins: 30.900 kr.-
Könnunni fylgir 2ja ára ábyrgð